Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mið 19. júní 2019 10:20
Elvar Geir Magnússon
Neymar segir PSG að hann vilji fara - Suarez og Messi senda skilaboð
Powerade
Er Neymar kominn með nóg?
Er Neymar kominn með nóg?
Mynd: Getty Images
Leicester er með háan verðmiða á Maguire.
Leicester er með háan verðmiða á Maguire.
Mynd: Getty Images
Monk átti í deilum við stjórnarformanninn.
Monk átti í deilum við stjórnarformanninn.
Mynd: GettyImages
Það er komið að slúðurpakkanum. BBC tók saman. Neymar fær ansi gott pláss í pakka dagsins!

Paris St-Germain er tilbúið að selja brasilíska sóknarmanninn Neymar (27) í sumar. (ESPN)

Luis Suarez og Lionel Messi vilja fá Neymar aftur til Barcelona og hafa sent honum skilaboð í gegnum WhatsApp þar sem þeir hvetja hann til að vinna í að koma til baka. (Sport)

Real Madrid gæti boðið brasilíska miðjumanninn Casemiro (27) sem hluta af tilboði til PSG í Neymar. (Marca)

Neymar hefur sagt Nasser Al-Khelaifi, forseta PSG, að vilji sinn sé að snúa aftur til Spánar. (Mundo Deportivo)

Manchester United hafnaði móttilboði West Ham sem vildi fá Anthony Martial (23) í skiptisamningi fyrir varnarmanninn Issa Diop (22). United þarf að borga allt að 75 milljónir punda ef félagið ætlar að fá Diop. (Mirror)

United hefur boðið Phil Jones (27) til West Ham sem hluta af tilboði í Diop. (Sun)

Real Madrid undirbýr tilboð í danska landsliðsmanninn Christian Eriksen (27) hjá Tottenham. Madrídarfélagið mun bjóða 45 milljónir punda og miðjumanninn Dani Ceballos (22). (Sun)

Tottenham hefur verið boðið að kaupa Joachim Andersen (23), varnarmann Sampdoria, á 31,2 milljónir punda eftir að Arsenal dró áhuga sinn á danska landsliðsmanninum til baka. (Star)

Everton er nálægt því að kaupa Andre Gomes (25) frá Barcelona. Portúgalski miðjumaðurinn var hjá Everton á lánssamningi á liðnu tímabili. (Mail)

Leon Goretzka, miðjumaður Bayern München, segir að hann yrði mjög ánægður ef lið hans myndi kaupa Leroy Sane (23) frá Manchester City. Goretzka segir að hann myndi þó ekki setja pressu á liðsfélaga sinn hjá Þýskalandi. (Manchester Evening News)

Leicester er með 80 milljóna punda verðmiða á varnarmanninum Harry Maguire (26) en Manchester United er ekki tilbúið að borga meira en 40 milljónir punda. (ESPN)

Roma vill fá 62 milljónir punda fyrir ítalska miðjumanninn Nicolo Zaniolo (19) en hann hefur verið orðaður við Tottenham. (Calciomercato)

Enski markvörðurinn Alex McCarthy (29) hjá Southampton er opinn fyrir því að fara til Liverpool. Simon Mignolet (31) fer væntanlega frá Liverpool til að fá að spila. (Standard)

Manchester United leggur áherslu á að fá Aaron Wan-Bissaka (21) frá Crystal Palace áður en félagið einbeitir sér að öðrum á óskalistanum. (Manchester Evening News)

United íhugar að ráða Steve Walsh í nýja stöðu sem yfirmann fótboltamála. Walsh hefur unnið bak við tjöldin fyrir Chelsea og Leicester. Þá gæti Darren Fletcher fengið njósnastarf hjá Rauðu djöflunum. (Mail)

Burnley hefur hafnað lánstilboði frá Besiktas í enska varnarmanninn Ben Gibson (26). (Sky Sports)

Xavier Calm, lítið þekktur þjálfari sem síðast stýrði UE Cornella í spænsku C-deildinni, er talinn líklegur sem næsti stjóri Birmingham eftir að Garry Monk var rekinn. (Birmingham Mail)

Garry Monk var rekinn frá Birmingham vegna ósættis milli hans og stjórnarformannsins Xuandong Ren. Þeir áttu í ýmsum deilum og á endanum fékk Ren nóg. (Mirror)

Watford hefur haft samband við PSV Eindhoven vegna áhuga á að fá úrúgvæska miðjumanninn Gaston Pereiro (24). (Watford Observer)

Enski miðjumaðurinn Daniel Adshead (17) hefur gengið í raðir Norwich frá Rochdale. Norwich er nýliði í ensku úrvalsdeildinni. (Mail)

Southampton mun væntanlega hafa betur í baráttu við Sheffield United og Burnley um enska sóknarmanninn Che Adams (22) hjá Birmingham. (Star)

Brighton er í viðræðum um Matt Clarke (22), varnarmann Portsmouth. Leeds og Stoke hafa einnig áhuga. (Football Insider)

Burnley hefur ekki áhuga á belgíska bakverðinum Boli Mbombo (23) hjá Rapid Vín þrátt fyrir að hafa verið orðað við leikmanninn. (Burnley Express)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner