Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   lau 19. júní 2021 14:32
Brynjar Ingi Erluson
„Tielemans fullkominn fyrir Liverpool"
Youri Tielemans
Youri Tielemans
Mynd: EPA
Emile Heskey, fyrrum leikmaður Liverpool og enska landsliðsins, segir að belgíski miðjumaðurinn Youri Tielemans yrði fullkominn arftaki Gini Wijnaldum hjá Liverpool.

Wijnaldum yfirgaf Liverpool á dögunum eftir að samningur hans við félagið rann út en hann gekk til liðs við Paris Saint-Germain.

Liverpool er að skoða leikmenn í stað hans en Florian Neuheus, leikmaður Gladbach, hefur verið nefndur til sögunnar og þá er Youri Tielemans einnig í umræðunni.

Heskey telur að Liverpool eigi að reyna við Tielemans en viðurkennir þó að það gæti kostað félagið.

„Tielemans er magnaður leikmaður. Hann er þessi týpa af leikmanni sem myndi henta hvaða lið sem er. Hann er spennandi kostur því hann gerir einföldu hlutina svo ótrúlega vel," sagði Heskey.

„Þetta er gott fyrir Leicester því liðið þarf ekki að selja hann og því þarf Liverpool að borga vel. Leikmaðurinn er ánægður og það hefur alveg hjálpað að vinna bikarinn. Það hefði hjálpað enn meira ef liðið hefði náð Meistaradeildarsæti en Evrópudeildin er samt alveg fín fyrir Leicester," sagði Heskey ennfremur.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner