Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   mán 19. ágúst 2019 12:00
Magnús Már Einarsson
Pukki slær met - Enginn skorað eins mikið í fyrstu tveimur
Teemu Pukki framherji Norwich
Teemu Pukki framherji Norwich
Mynd: Getty Images
Finnski framherjinn Teemu Pukki hefur slegið í gegn með nýliðum Norwich í byrjun tímabils í ensku úrvalsdeildinni.

Pukki skoraði í fyrsta leik gegn Liverpool og um helgina skoraði hann þrennu gegn Newcastle. Enginn annar leikmaður hefur afrekað það að skora fjögur mörk í fyrstu tveimur leikjum sínum í ensku úrvalsdeildinni.

Ferillinn hjá hinum 29 ára gamla Pukki er nokkuð áhugaverður en Norwich ákvað að taka sénsinn á honum þegar samningur hans hjá danska félaginu Bröndby rann út fyrir rúmu ári síðan.

Pukki þakkaði traustið með því að skora 29 mörk og vera valinn besti leikmaðurinn í Championship deildinni á síðasta tímabili.

Ævintýri hans hafa haldið áfram í ensku úrvalsdeildinni og áhugavert verður að sjá hvað hann skorar mörg mörk í vetur.


Athugasemdir
banner