Íslenska karlalandsliðið skipað leikmönnum 15 ára og yngri vann Færeyjar, 1-0, í vináttulandsleik í gær.
Róbert Elís Hlynsson, leikmaður ÍR, gerði eina mark liðsins en sigurmarkið kom á 70. mínútu leiksins.
Þetta var annar vináttuleikur þjóðanna á nokkrum dögum.
Fyrri leikurinn fór fram á þriðjudag og vannst þá 4-0 sigur gegn nágrönnum okkar í Færeyjum.
Athugasemdir