Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 19. september 2019 12:00
Elvar Geir Magnússon
Ísland niður um fimm sæti á FIFA-listanum
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland fellur um fimm sæti á heimslista FIFA, en nýr listi hefur verið birtur. Liðið er nú í 41. sæti listans en þess má geta að Rússland er í sætinu fyrir neðan.

Ísland hefur leikið tvo leiki síðan síðasti listi var birtur, gegn Moldóva og Albaníu.

Næstu leikir A landslið karla eru gegn Frakklandi 11. október og Andorra 14. október.

Uppselt er á leikinn gegn Frakklandi en miðasala á leikinn gegn Andorra er í fullum gangi á tix.is

Belgar eru sem fyrr í efsta sæti listans en Frakkar hafa sætaskipti við Brasilíumenn og fara upp í annað sætið.

Af norðurlandaþjóðunum er Danmörk efst (14. sæti). Lars Lagerback og lærisveinar í Noregi eru í 47. sæti. Færeyjar fara niður um eitt sæti og eru nú númer 109.

Efstu lið FIFA-listans:
1. Belgía
2. Frakkland
3. Brasilía
4. England
5. Portúgal
6. Úrúgvæ
7. Spánn
8. Króatía
9. Kólumbía
10. Argentína
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner