Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   lau 19. september 2020 14:21
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Ancelotti: Gæði James létu þetta líta út fyrir að vera auðvelt
James skoraði og lagði upp í dag
James skoraði og lagði upp í dag
Mynd: Getty Images
Everton vann 5-2 sigur á WBA í hádegisleik ensku úrvasldeildarinnar. Dominic Calvert-Lewin skoraði þrennu fyrir Everton og þeir Michael Keane og James Rodriguez sitt markið hvor.

James skoraði þar með sitt fyrsta mark í úrvalsdeildinni og hann lagði einnig upp sitt fyrsta mark. Þrennan var þá fyrsta þrenna Calvert-Lewin.

„WBA var betra liðið í fyrri hálfleik en við brugðumst vel við og stýrðum leiknum vel manni fleiri. Leikmenn hafa komið eftir sumarið með meira hungur og meiri vilja. Nýju leikmennirnir hafa hjálpað okkur og það er góður stígandi í þessu hjá okkur," sagði Carlo Ancelotti í viðtali eftir leikinn í dag.

„Ég er mjög ánægður með James í dag, nýtt land, ný deild og þetta ætti ekki að vera auðvelt. Hann gerði þetta auðvelt með gæðunum sem hann býr yfir, frábær leikmaður."

„Dominic Calvert-Lewin hefur bætt sig mjög mikið og er að þróast. Hann er að fá meira sjálfstraust, framherjar verða skora með einni snertingu stundum. Hann er hraður, stekkur hátt og er kraftmikill. Hann þarf ennþá að bæta einbeitinguna inn í vítateignum. Það sem við gerum núna er að einbeita okkur að deildabikarleiknum á miðvikudag."
sagði Carlo að lokum.
Athugasemdir
banner
banner
banner