ÍA er komið upp úr fallsæti í Pepsi Max-deildinni, núna þegar liðið á einn leik eftir í deildinni.
Skagamenn hafa verið í fallsæti - botnsætinu - lengst af í sumar en þeir eru núna komnir þaðan eftir stórgóðan sigur á Fylki upp á Akranesi í dag.
Þetta var gríðarlega mikilvægur fyrir bæði lið sem eru í bullandi fallbaráttu. Það dró til tíðinda á 12. mínútu upp á Skaga. Þá ákvað Sigurður Hjörtur Þrastarson að vísa Þórði Gunnari Hafþórssyni, leikmanni Fylkis, af velli.
„Mikill darraðadans í teig Fylkis eftir horn og Skagamenn koma boltanum í netið! En Sigurður er búinn að flauta, bendir á punktinn og rekur Þórð útaf fyrir að verja með hendinni viljandi. Alvöru senur í gangi hérna!" skrifaði Benjamín Þórðarson í beinni textalýsingu.
Steinar Þorsteinsson skoraði úr vítinu. Algjör martröð fyrir Fylki sem þurfti að spila einum færri í um 80 mínútur af þessum leik.
Skagamenn gengu á lagið í seinni hálfleiknum og völtuðu yfir tíu Fylkismenn. Hákon Ingi Jónsson, Jón Gísli Eyland Gíslason, Ingi Þór Sigurðsson og Eyþór Aron Wöhler skoruðu mörkin í 5-0 sigri Skagamanna.
ÍA er núna í tíunda sæti. HK og Fylkir eru í fallsæti, með einu og tveimur stigum minna. HK á enn eftir að spila næst síðasta leik sinn og geta skilið Skagamenn í fallsæti fyrir lokaumferðina með því að leggja Stjörnuna að velli á morgun. ÍA á útileik við Keflavík eftir og Fylkir á heimaleik við Val eftir.
Keflavík í fínni stöðu
Annars var það að gerast að Keflavík kom sér í ágætis stöðu upp á það að gera að vera áfram í deild þeirra bestu á Íslandi, með 0-1 útisigri gegn Leikni.
Markavélin Joey Gibbs skoraði eina mark leiksins um miðbik fyrri hálfleiks. „Frábær aukaspyrna sem fer yfir vegginn og í netið. Glæsilegt skot," skrifaði Sæbjörn Þór Steinke í beinni textalýsingu þegar Gibbs skoraði.
Ástralinn gerði eina mark leiksins og er Keflavík núna fjórum stigum frá fallsvæðinu. Þeir eiga enn möguleika á að falla en til þess að það gerist, þá þarf HK að fá fjögur stig hið minnsta í síðustu tveimur leikjum sínum og ÍA þarf að vinna Keflvíkinga í lokaumferðinni. Leiknismenn verða áfram í efstu deild, þeir eru með einu stigi meira en Keflavík.
ÍA 5 - 0 Fylkir
1-0 Steinar Þorsteinsson ('13 , víti)
2-0 Hákon Ingi Jónsson ('50 )
3-0 Jón Gísli Eyland Gíslason ('77 )
4-0 Ingi Þór Sigurðsson ('84 )
5-0 Eyþór Aron Wöhler ('91 )
Rautt spjald: Þórður Gunnar Hafþórsson, Fylkir ('12)
Lestu um leikinn
Leiknir R. 0 - 1 Keflavík
0-1 Josep Arthur Gibbs ('23 )
Lestu um leikinn
Aðrir leikir í dag:
16:15 FH-Breiðablik (Kaplakrikavöllur)
16:15 KR-Víkingur R. (Meistaravellir)
18:30 Valur-KA (Origo völlurinn)
Athugasemdir