Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mán 19. september 2022 10:56
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Lofar því að Heimir muni fá launin sín
Heimir Hallgrímsson.
Heimir Hallgrímsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Heimir Hallgrímsson var á dögunum ráðinn sem nýr landsliðsþjálfari Jamaíku.

Heimir er vinsælasti þjálfari Íslands eftir frábæran árangur með íslenska landsliðið. Hann hefur verið án þjálfarastarfs síðan hann yfirgaf Al Arabi í Katar en hefur í sumar verið ráðgjafi hjá félagi sínu ÍBV í Vestmannaeyjum.

Jamaíka er eyríki í Karíbahafi og landslið þess er í 62. sæti á styrkleikalista FIFA, einu sæti ofar en íslenska landsliðið.

Það hefur verið mikið um vandamál hjá landsliði Jamaíku síðustu ár eins og lesa má um hérna.

Það hafa komið upp fjárhagsvandamál hjá sambandinu á Jamaíku en Dennis Chung, sem er fjármálastjóri hjá fótboltasambandinu, segir að það sé hægt að standa undir launakostnaði Heimis og hans teymis.

Hann segir í samtali við Jamaica Gleaner að sambandið ráði alveg við launakostnaðinn hjá Íslendingnum.

Heimir sagði í samtali við RÚV um liðna helgi að hann hefði ekki verið aðallega að hugsa um launamál þegar hann ákvað að taka þetta starf að sér.

„Þetta er örugglega bara svipað og maður hefði fengið á Íslandi. Þetta er ekki stórt knattspyrnusamband og ekki auðugt land en það á ríkan kúltúr og það er ótrúlega gaman að hitta fólk hérna. Það vegur upp á móti hinu," sagði Heimir í samtali við RÚV.
Athugasemdir
banner
banner
banner