Þrír orðaðir við Man City - Chelsea og Liverpool á eftir Kerkez - Fer Vlahovic til Arsenal?
   þri 19. september 2023 10:30
Elvar Geir Magnússon
Hannes látinn fara í Þýskalandi
Hannes í klefanum hjá Wacker Burghausen.
Hannes í klefanum hjá Wacker Burghausen.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Hannes Þ. Sigurðsson hefur verið látinn fara frá þýska félaginu Wacker Burghausen en hann hefur verið þjálfari liðsins síðan í apríl í fyrra.

Eftir 3-0 tap síðasta föstudag er Burghausen í fallsæti í sinni deild í D-deild þýska fótboltakerfisins. Framkvæmdastjórinn Andreas Huber segir að gengið hafi ekki verið eftir væntingum.

„Þrátt fyrir að spilamennskan hafi oft á tíðum verið góð voru úrslit ekki að nást og þegar allt kemur til alls er fótbolti úrslitabransi. Hannes reyndi ýmislegt til að snúa genginu við en það gekk því miður ekki," segir Huber.

„Við viljum þakka Hannesi fyrir framlag hans til SV Wacker og óskum honum alls hins besta í framtíðinni, innan og utan vallar."

Hannes hefur þjálfað í neðri deildum Þýskalands síðan 2018 en í sumar fór hann í viðtal í útvarpsþættinum Fótbolti.net þar sem hann ræddi um sinn þjálfaraferil.
Athugasemdir
banner
banner
banner