Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 20. janúar 2022 13:00
Elvar Geir Magnússon
FIFA ætlar að setja reglur um að félög geti mest lánað sex frá sér
Conor Gallagher er hjá Palace á láni frá Chelsea.
Conor Gallagher er hjá Palace á láni frá Chelsea.
Mynd: Getty Images
FIFA hyggst gera reglugerðarbreytingu sem takmarki hversu marga leikmenn félög geti lánað frá sér á hverju tímabili. Það á að leyfa félögum að lána að mestu sex leikmenn frá sér.

Þetta er gert til að fá félög til að hætta að safna að sér ungum leikmönnum „til geymslu" og lána þá svo frá sér.

Chelsea er þegar með ellefu leikmenn á láni hjá öðrum félögum, þar á meðal Conor Gallagher sem hefur farið á kostum með Crystal Palace. Manchester City er með níu leikmenn á láni hjá öðrum félögum.

FIFA hyggst setja af stað þriggja ára aðlögunarkerfi fyrir löndin til að innleiða nýjar reglur um lánsmenn en annars eiga þau að taka gildi í sumar.

Frá 1. júlí 2024 munu félög aðeins geta lánað sex leikmenn frá sér en á næstu tveimur tímabilum verður fjöldinn átta og svo sjö. Leikmenn sem eru 21 árs og yngri og flokkast sem uppaldir leikmenn verða undanþegnir reglunni.
Athugasemdir
banner
banner