Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   þri 20. febrúar 2024 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Þurfti að halda aftur af Kimmich í rifrildi við aðstoðarmann Tuchel
Joshua Kimmich.
Joshua Kimmich.
Mynd: Getty Images
Samband Joshua Kimmich og þjálfarateymis Bayern er alls ekki gott þessa stundina.

Bild segir frá því að leikmenn Bayern hafi þurft að halda aftur af Kimmich er hann reifst við aðstoðarmann Thomas Tuchel, stjóra Bayern, eftir tapið gegn Bochum á sunnudag.

Það er krísa hjá Bayern en liðið hefur tapað þremur leikjum í röð. Bayern tapaði gegn fallbaráttuliði Bochum í þýsku úrvalsdeildinni síðasta sunnudag.

Kimmich var skipt af velli eftir um klukkutíma leik gegn Bochum en eftir leikinn þá reifst hann heiftarlega við Zsolt Low, aðstoðarmann Tuchel. Manuel Neuer, fyrirliði Bayern, og aðrir leikmenn liðsins þurftu að stíga inn í og koma í veg fyrir það að málin þróuðust enn frekar.

Tuchel vildi ekki tjá sig opinberlega þegar hann var spurður út í málið eftir leik.

Tuchel er áfram í starfi stjóra Bayern en það er mikil pressa á honum. Samband hans við Kimmich, sem hefur verið einn mikilvægasti leikmaður Bayern, er ekki sagt gott. Möguleiki er á því að Kimmich færi sig um set í sumar en hann er samningsbundinn Bayern til 2025.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner