Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   mán 19. febrúar 2024 13:30
Elvar Geir Magnússon
Kimmich og Tuchel talast ekki við
Yfirgefur Kimmich lið Bayern í sumar?
Yfirgefur Kimmich lið Bayern í sumar?
Mynd: EPA
Joshua Kimmich, hinn frábæri miðjumaður Bayern München, gæti fært sig um set í sumar. Hann er samningsbundinn Bæjurum til sumarsins 2025 en engin merki eru á lofti um að hann sé að fara að framlengja.

Þýska blaðið Bild segir að samband hans og stjórans Thomas Tuchel sé slæmt og þeir tveir talist ekki við undir fjögur augu. Athygli vakti þegar Kimmich byrjaði á bekknum í 3-0 tapinu í toppslagnum gegn Bayer Leverkusen og hann virkaði ekki sáttur þegar hann var tekinn af velli á 63. mínútu í gær þegar Bayern var að tapa 2-1 gegn Bochum.

Bochum vann leikinn á endanum 3-2 og staða Tuchel er mikið í umræðunni í þýskum fjölmiðlum.

Sagt er að Barcelona fylgist grannt með gangi mála hjá Kimmich og hafi blandað sér í baráttuna um þennan 29 ára þýska landlsiðsmann.

Áður hefur verið fjallað um áhuga Paris Saint-Germain og ensku stórliðanna Manchester City, Liverpool og Manchester United.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner