Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   fös 20. mars 2020 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
FIFA opnar HM safnið til að halda fólki heima
Mynd: Getty Images
Kórónaveiran herjar á Evrópu og stóran hluta heimsins um þessar mundir. Það er víðamikið átak í gangi þar sem hinar ýmsu stjörnur og aðrir áhrifavaldar hvetja fólk til að halda sig innandyra til að forðast frekari útbreiðslu veirunnar.

Alþjóðaknattspyrnusambandið, FIFA, leggur sitt af mörkum og hefur ákveðið að opna HM safnið sitt sem almenningur mun geta nálgast á vefsíðu sambandsins.

Knattspyrnuheimurinn er stopp næsta mánuðinn hið minnsta og milljónir aðdáenda sem vita ekki hvað þeir eiga að gera við tímann sinn.

Almenningur mun því hafa frían aðgang að völdu efni frá FIFA til 30. apríl.

Hægt verður að horfa á yfir 30 klassíska leiki frá HM sem verða birtir á vefsíðu FIFA, YouTube rás sambandsins og kínverska samfélagsmiðlinum Weibo á morgun, laugardag.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner