Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 20. mars 2020 15:23
Magnús Már Einarsson
Kvennalandsliðið gæti átt heimaleik í nóvember eða desember
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenska kvennalandsliðið gæti átt heimaleik í umspili fyrir EM í nóvember eða desember ef liðið fer þangað. Ísland og Svíþjóð eru að berjast um efstu tvö sæti riðilsins. Efsta liðið fer beint á EM en liðið í 2. sæti fer í umspil.

Vegna kórónuveirunnar hefur leikjum Íslands gegn Slóvakíu og Ungverjalandi verið frestað en þeir áttu að fara fram í næsta mánuði.

Þeir leikir verða nú í október, á sama tíma og umspilið átti upphaflega að fara fram.

Umspilið færist því í kringum mánaðarmót nóvember og desember og ljóst er að erfitt verður að spila á Laugardalsvelli þá ef Ísland fer í umspilið.

„Við erum búin að benda UEFA á að það sé ekki góður kostur að spila á Íslandi í lok nóvember eða desember. Það er ennþá verra en í lok mars," sagði Klara Bjartmarz, framkvæmdastjóri KSÍ, við Fótbolta.net í dag.

Ísland átti að mæta Rúmeníu í umspili fyrir EM karla í næstu viku en þeim leik hefur verið frestað.

Karlalandslið Íslands mætti Króatíu um miðjan nóvember 2013 í umspili fyrir HM og kvennalandsliðið mætti Írum í umspili um sæti á EM þann 30. október árið 2008. Aldrei hefur hins vegar verið spilað á vellinum seint í nóvember eða í desember.

Leikirnir sem Ísland á eftir í undankeppni EM
4. júní Ísland - Lettland
9. júní Ísland - Svíþjóð
22. september Svíþjóð - Ísland
??.október Ungverjaland - Ísland
??. október Slóvakía - Ísland
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner