Varane, Diaz, Matip, Yamal, Davies og Rashford koma við sögu
   mið 20. mars 2024 12:39
Elvar Geir Magnússon
Búdapest
Döpur mæting hjá íslenskum stuðningsmönnum
Icelandair
Keppnisvöllurinn í Búdapest.
Keppnisvöllurinn í Búdapest.
Mynd: Fótbolti.net - Elvar Geir Magnússon
Aðeins hafa verið seldir um 50 miðar til íslenskra stuðningsmanna á umspilsleikinn gegn Ísrael sem fram fer annað kvöld í Búdapest.

Vonandi mun fjölga eitthvað í þeim hópi en um er að ræða mikilvægasta landsleik Íslands síðan 2020.

Fótbolti.net ræddi við einn virtasta íþróttafréttamann Ísraels og hann segir að búið sé að selja um 600 miða til ísraelskra stuðningsmanna.

Hann býst við því að þegar að leiknum komi verði heildarfjöldi Ísraela á vellinum um 900.

Leikvangurinn í Búdapest, heimavöllur Újpest, tekur tæplega þrettán þúsund áhorfendur og verða væntanlega mörg sæti auð annað kvöld.
Athugasemdir
banner
banner
banner