Pickford framlengir við Everton - Barcelona hyggst kaupa Rashford - Ekki framlengt við Lewandowski
„Vonandi að fólk sjái að maður geti spilað gegn svona leikmönnum“
Ógeðslega erfitt að horfa frá bekknum - „Fannst ég ná að stríða og djöflast í þeim“
Sverrir Ingi um baráttuna við Mateta - „Ógnarsterkur náungi“
Daníel Tristan: Það er miklu erfiðara finnst mér
Stærsta augnablikið á ferlinum til þessa - „Það voru allir trylltir"
Hákon Arnar: Verður áhugavert hvað menn segja núna
Ísak: Höfðum getað vorkennt sjálfum okkur og haldið að þetta væri búið
Elías notaði orð sem Arnar elskar - „Verður líka að kunna það"
Daníel Leó: Þú verður ekki þreyttur þegar það er þannig
Líður vel í Stockport - „Draumur frá því að maður var lítill“
„Aftur sami Eggert Aron sem að fólk þekkir“
Ólafur horfir enn á 2. sæti riðilsins - „Verðum hreinlega að fá þrjú stig“
Bergdís Sveins: Ætlum að koma geggjaðar inn í næsta tímabil
Óli Kristjáns: Vitum alveg hvernig þetta er búið að vera
Einar Guðna: Við þurfum að vinna næsta leik bara 3-2, þá er ég sáttur
Kom liðinu sínu í Meistaradeildina - „Ég er himinn lifandi, vá!”
Jóhannes Karl: Þurfum sigur á móti Víking
Sverrir Ingi: Ótrúleg niðurstaða miðað við leikmyndina
Ísak Bergmann: Það er bara óheyrt
Hákon Arnar þungur: Þetta er okkur að kenna
   fim 20. júní 2024 21:46
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var alveg til fyrirmyndar frá A-Ö. Hver einasti sem kom inná, byrjaði og allir sem einn og það sýndi sig út á vellinum, það var rosaleg stemming í liðinu og við syntum varnarskyldunum upp á 10 og það skóp þennan sigur." sagði Hermann Hreiðarsson sáttur eftir 0-3 útisigur á Aftureldingu fyrr í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 ÍBV

„Við vissum það að þeir eru góðir á boltanum, þeir eru gríðarlega sterkt lið, skemmtilegt lið og við yrðum að vera sterkir varnarlega og suffera svolítið án bolta en það var þolinmæðisvinna og við skorum gott mark í fyrri hálfleik þannig við þurftum ekki að bæta of miklu í og héldum áfram að sækja hratt á þá og fengum fullt af færum."

Jón Ingason spilaði 45.mínútur í kvöld og fór inn í hálfleikinn á gulu spjaldi og nefndi Hermann Hreiðarsson það að það væri útaf meiðslum í baki.

„Jonni er búin að vera eins og hetja fyrir okkur hérna. Hann var að drepast í bakinu og maður sá að það var hvaleyri í hverju skrefi þannig hann skilaði sínu, 45 mínútur og það var ekki hægt að leggja meira á kallinn og hann fórnaði sér í það allaveganna og tók öflugan þátt í því að leggja grunninn af þessum sigri."

Hvernig lýst Hermanni Hreiðarssyni á byrjunina á mótinu?

„Svipað og maður bjóst við. Það eru allir að reita stigum af hvoru öðrum en það er svona kannski einhver mynd að koma á þetta en við erum ánægðir. Tveir sterkir útisigrar, við eigum Grindavík næst og við höldum áfram á veginum."


Athugasemdir
banner