West Ham blandar sér í baráttu um Soule - City hefur áhuga á Donnarumma - PSG vill leikmenn Man Utd
Bestur í Mjólkurbikarnum: Stefni á vallarmetið
Jón Þór: Enginn heimsendir að koma hingað og gera jafntefli
Heimir Guðjóns: Erum að reyna að breyta því að mönnum finnist skemmtilegt að koma á Kaplakrika
Hinrik Harðar: Ég held að pabbi hafi verið Skagamaður í þessum leik
Aron Bjarna: Vorum búnir að bíða í smá tíma eftir sigri í deildinni
Eyjólfur Héðins: Gott að spyrna sér aftur upp og ná góðum sigri
Rúnar Páll: Spyrjum að leikslokum hvernig þetta fer allt saman
Jökull: Skiptir ekki máli hvort við séum í Evrópukeppni eða deild - Viljum halda áfram að verða betri
Helgi Fróði: Hann er sá langbesti í deildinni
Pálmi Rafn: Þar liggur vandamálið okkar
Gunnar Magnús: Gleði að upplifa það loksins að vinna fótboltaleik
Donni um nýjan leikmann: Erum bara að bíða eftir leikheimild
Brynjar Kristmunds: Bað um smá ástríðu
Rikki G var í liðstjórn KFA - „Yrði fyrir neðan allar hellur“
Sveinn Margeir: Geggjað að enda á þessum nótum
Hallgrímur Jónasson: Erum á rosalega góðum stað
Arnar Gunnlaugs: Veldi geta dottið niður
Natasha: Valur var alltaf fyrsti kosturinn
Siggi Höskulds: Þróttur hefði átt að vinna þetta stærra
Glenn eftir grátlegt tap: Erfitt að kyngja þessu
   fim 20. júní 2024 21:46
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var alveg til fyrirmyndar frá A-Ö. Hver einasti sem kom inná, byrjaði og allir sem einn og það sýndi sig út á vellinum, það var rosaleg stemming í liðinu og við syntum varnarskyldunum upp á 10 og það skóp þennan sigur." sagði Hermann Hreiðarsson sáttur eftir 0-3 útisigur á Aftureldingu fyrr í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 ÍBV

„Við vissum það að þeir eru góðir á boltanum, þeir eru gríðarlega sterkt lið, skemmtilegt lið og við yrðum að vera sterkir varnarlega og suffera svolítið án bolta en það var þolinmæðisvinna og við skorum gott mark í fyrri hálfleik þannig við þurftum ekki að bæta of miklu í og héldum áfram að sækja hratt á þá og fengum fullt af færum."

Jón Ingason spilaði 45.mínútur í kvöld og fór inn í hálfleikinn á gulu spjaldi og nefndi Hermann Hreiðarsson það að það væri útaf meiðslum í baki.

„Jonni er búin að vera eins og hetja fyrir okkur hérna. Hann var að drepast í bakinu og maður sá að það var hvaleyri í hverju skrefi þannig hann skilaði sínu, 45 mínútur og það var ekki hægt að leggja meira á kallinn og hann fórnaði sér í það allaveganna og tók öflugan þátt í því að leggja grunninn af þessum sigri."

Hvernig lýst Hermanni Hreiðarssyni á byrjunina á mótinu?

„Svipað og maður bjóst við. Það eru allir að reita stigum af hvoru öðrum en það er svona kannski einhver mynd að koma á þetta en við erum ánægðir. Tveir sterkir útisigrar, við eigum Grindavík næst og við höldum áfram á veginum."


Athugasemdir
banner
banner
banner