Mikið ber á milli Man Utd og Roma í viðræðum um Zirkzee - Chelsea hyggst styrkja miðsvæðið og er orðað við Mainoo og Wharton
Jóladagatalið: Frasabók Margrétar Láru
Arnór Gauti: Þetta er bara sturlun
Sá fyrir sér að ljúka ferlinum með Blikum: Því miður vildi klúbburinn leita eitthvað annað
Kiddi Jóns framlengir - Var í viðræðum við annað félag
Jóladagatalið: Elínborg gaf viðtal í sturtu eftir leik
Fer yfir næstu skref á Laugardalsvelli - „Setjum mikla pressu á þetta“
Jóladagatalið: Hugleysingjar dauðans
Jóladagatalið: Eiður Smári gekk út úr viðtali
Óþægileg óvissa en gerðist svo hratt - „Þarf að byrja á að virða þetta skref"
Jóladagatalið: Dansaði að hætti Boris Lumbana
Jóladagatalið: Fituprósenta og Framsókn
Jóladagatalið: Vidic er fokking leiðinlegur
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Jóladagatalið: Baldur Sig og lága kvöldsólin
Höskuldur: Við Íslendingar ættum að fara kannast við þetta lið
Aron Snær: Svo hringir bara Kári Árna
Ólafur Ingi: Þá held ég að sigurinn skili sér
Jóladagatalið: Vona að þeir hafi verið á baki en ekki með hann í lúkunum
Jóladagatalið: Hvernig er að ganga í Feneyjum?
   fim 20. júní 2024 21:46
Anton Freyr Jónsson
Hemmi Hreiðars: Þetta var til fyrirmyndar
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

„Þetta var alveg til fyrirmyndar frá A-Ö. Hver einasti sem kom inná, byrjaði og allir sem einn og það sýndi sig út á vellinum, það var rosaleg stemming í liðinu og við syntum varnarskyldunum upp á 10 og það skóp þennan sigur." sagði Hermann Hreiðarsson sáttur eftir 0-3 útisigur á Aftureldingu fyrr í kvöld.


Lestu um leikinn: Afturelding 0 -  3 ÍBV

„Við vissum það að þeir eru góðir á boltanum, þeir eru gríðarlega sterkt lið, skemmtilegt lið og við yrðum að vera sterkir varnarlega og suffera svolítið án bolta en það var þolinmæðisvinna og við skorum gott mark í fyrri hálfleik þannig við þurftum ekki að bæta of miklu í og héldum áfram að sækja hratt á þá og fengum fullt af færum."

Jón Ingason spilaði 45.mínútur í kvöld og fór inn í hálfleikinn á gulu spjaldi og nefndi Hermann Hreiðarsson það að það væri útaf meiðslum í baki.

„Jonni er búin að vera eins og hetja fyrir okkur hérna. Hann var að drepast í bakinu og maður sá að það var hvaleyri í hverju skrefi þannig hann skilaði sínu, 45 mínútur og það var ekki hægt að leggja meira á kallinn og hann fórnaði sér í það allaveganna og tók öflugan þátt í því að leggja grunninn af þessum sigri."

Hvernig lýst Hermanni Hreiðarssyni á byrjunina á mótinu?

„Svipað og maður bjóst við. Það eru allir að reita stigum af hvoru öðrum en það er svona kannski einhver mynd að koma á þetta en við erum ánægðir. Tveir sterkir útisigrar, við eigum Grindavík næst og við höldum áfram á veginum."


Athugasemdir
banner
banner