Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. ágúst 2018 17:05
Egill Sigfússon
Kópavogsvelli
Byrjunarlið Breiðabliks og Vals: Oliver mættur aftur eftir meiðsli
Oliver byrjar í kvöld eftir að hafa verið frá vegna meiðsla
Oliver byrjar í kvöld eftir að hafa verið frá vegna meiðsla
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Andri Adolphsson, leikmaður Vals.
Andri Adolphsson, leikmaður Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Breiðablik tekur á móti Val í sannkölluðum toppslag í Pepsí-deild karla á Kópavogsvelli klukkan 18:00. Bæði lið eru í harðri baráttu um titilinn og gæti þessi leikur reynst lykilleikur í þeirri baráttu.

Beinar textalýsingar:
18:00 Breiðablik - Valur
18:00 Fjölnir - Víkingur R.

Breiðablik gerir eina breytingu á liði sínu frá sigrinum á Víkingi Ólafsvík í Mjólkurbikarnum þar sem þeir unnu í vítaspyrnukeppni og eru komnir í úrslitaleikinn. Oliver Sigurjónsson er kominn aftur eftir meiðsli og byrjar inná í stað Willums Þórs Willumssonar sem er ekki í leikmannahópnum í dag eftir að hafa farið meiddur útaf í leiknum gegn Víkingi Ólafsvík.

Valur datt út á svekkjandi hátt gegn Sheriff í undankeppni Evrópudeildarinnar á útivallarmörkum á fimmtudaginn. Þeir gera enga breytingu á sínu byrjunarliði í kvöld.

Byrjunarlið Breiðabliks
1. Gunnleifur Gunnleifsson (m)
4. Damir Muminovic
7. Jonathan Hendrickx
8. Arnþór Ari Atlason
9. Thomas Mikkelsen
10. Oliver Sigurjónsson
11. Gísli Eyjólfsson
15. Davíð Kristján Ólafsson
19. Aron Bjarnason
21. Viktor Örn Margeirsson
30. Andri Rafn Yeoman

Byrjunarlið Vals
1. Anton Ari Einarsson (m)
2. Birkir Már Sævarsson
4. Einar Karl Ingvarsson
6. Sebastian Starke Hedlund
7. Haukur Páll Sigurðsson (f)
9. Patrick Pedersen
16. Dion Acoff
17. Andri Adolphsson
21. Bjarni Ólafur Eiríksson
32. Eiður Aron Sigurbjörnsson
77. Kristinn Freyr Sigurðsson




Beinar textalýsingar:
18:00 Breiðablik - Valur
18:00 Fjölnir - Víkingur R.
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner