Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 20. ágúst 2018 22:21
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Van Dijk: Kemur ekkert stórlið hingað og vinnur þægilega
Van Dijk í leiknum í kvöld.
Van Dijk í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Virgil van Dijk var besti maður vallarins þegar Liverpool sigraði Crystal Palace í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Van Dijk stýrði vörn Liverpool eins og herforingi og hélt Christian Benteke niðri.

„Þetta er mjög erfiður leikur. Við vissum fyrir leikinn að þannig yrði það. Það kemur ekkert stórlið hingað og vinnur þægilega. Ég er ánægður með að halda hreinu og ég tel að þetta séu sanngjörn þrjú stig," sagði Hollendingurinn eftir leik.

„Við vissum að Crystal Palace myndi reyna að finna Benteke og hinn sóknarmanninn mikið. Þetta var alltaf að fara að verða erfitt en við vorum tilbúnir í baráttuna."

„Við erum með stórkostlegt lið og stórkostlegan þjálfara. Við æfum á hverjum degi hvernig við getum bætt okkur. Við sýndum margt gott í dag og verðum að vera stoltir af því."

Að lokum sagði Van Dijk að Liverpool þyrfti að stefna á að „vinna allt" en minntist einnig á það að langt tímabil er framundan
Athugasemdir
banner
banner