Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
banner
   sun 20. september 2020 10:25
Ívan Guðjón Baldursson
Dele Alli ekki í hóp - Á leið burt?
Mynd: Getty Images
Miðjumaðurinn sóknarsinnaði Dele Alli var ekki í leikmannahópi Tottenham gegn Lokomotiv Plovdiv í undankeppni Evrópudeildarinnar og er aftur utan hóps í dag í úrvalsdeildarleik gegn Southampton.

Enskir fjölmiðlar eru byrjaðir að velta því fyrir sér hvort Alli sé til sölu í ljósi þess að hann er ekki að glíma við neinskonar meiðsli.

Þeir segja að Tottenham vilji helst lána Alli til útlanda þar sem Inter og PSG hafa haft auga með honum undanfarin ár.

Alli er 24 ára gamall og var búinn að festa sig í sessi í byrjunarliði enska landsliðsins á HM 2018 en hefur síðan þá misst sætið.

Jose Mourinho var ósáttur með frammistöðu Alli í tapi gegn Everton í fyrstu umferð þar sem honum var skipt útaf í hálfleik fyrir Moussa Sissoko.
Athugasemdir
banner
banner
banner