Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
   mið 20. september 2023 15:04
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Brighton hló að tilboði frá Man Utd
Evan Ferguson.
Evan Ferguson.
Mynd: Getty Images
ESPN segir frá því í dag að Manchester United hafi reynt að kaupa Evan Ferguson frá Brighton í sumar.

Brighton hafi hins vegar hlegið að tilboðinu frá United.

United keypti sóknarmanninn Rasmus Höjlund frá Atalanta síðasta sumar en aðrir sóknarmenn voru orðaðir við félagið og þar á meðal var Ferguson.

ESPN segir að United hafi gert 50 milljón punda tilboð í Ferguson sem hefur verið að brjótast fram á sjónvarsviðið með Brighton. Hann varð á dögunum einn yngsti leikmaður í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að skora þrennu en hann er bara 18 ára gamall.

Brighton hafnaði auðvitað tilboðinu en það er búist við því að félagið muni ekki selja hinn 18 ára gamla Ferguson fyrir minna en 100 milljónir punda.
Enski boltinn - Farið að hitna undir Ten Hag?
Athugasemdir
banner
banner