Sancho, Van de Beek, Greenwood, Soule, Todibo, Müller og fleiri góðir koma við sögu í slúðri dagsins
banner
   mið 20. september 2023 18:31
Brynjar Ingi Erluson
Ezri Konsa framlengir við Aston Villa
Ezri Konsa verður áfram hjá Villa
Ezri Konsa verður áfram hjá Villa
Mynd: Getty Images
Enski varnarmaðurinn Ezri Konsta hefur skrifað undir nýjan langtímasamning við enska úrvalsdeildarfélagið Aston Villa, en þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.

Konsa, sem er 25 ára gamall miðvörður, kom til Aston Villa frá Brentford fyrir fjórum árum og spilað stórt hlutverk í vörn liðsins síðan.

Varnarmaðurinn hefur spilað 145 leiki, gert sex mörk og lagt upp tvö á tíma sínum hjá félaginu.

Hann hefur byrjað alla fimm deildarleiki liðsins á þessari leiktíð og nú verið verðlaunaður fyrir góða frammistöðu undanfarin ár.

Konsa skrifaði í dag undir langtímasamning við félagið en það má áætla að samningurinn sé til næstu fimm ára.
Athugasemdir
banner
banner
banner