Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
banner
   fös 20. september 2024 23:00
Ívan Guðjón Baldursson
De Bruyne tæpur gegn Arsenal - Foden klár í 90 mínútur
Pep Guardiola þjálfari Manchester City svaraði spurningum á fréttamannafundi fyrir stórleik helgarinnar gegn Arsenal í ensku titilbaráttunni.

Man City gerði markalaust jafntefli við Inter í Meistaradeildinni í miðri viku, þar sem Kevin De Bruyne fór meiddur af velli. Phil Foden var tæpur og byrjaði á bekknum en spilaði seinni hálfleikinn.

„Kevin líður betur í dag en við getum ekki tekið ákvörðun fyrr en á morgun, við verðum að sjá hvernig honum líður þá. Hann gæti tekið þátt í leiknum," sagði Pep um De Bruyne.

„Phil þurfti smá hvíld á upphafi nýs tímabils. Hann spilaði góðar 45 mínútur gegn Inter. Þetta er ótrúlega hæfileikaríkur fótboltamaður sem var besti leikmaður deildarinnar á síðustu leiktíð. Auðvitað þarf að vera heilbrigð samkeppni í leikmannahópinum, hann getur ekki spilað alla leiki.

„Ég er ótrúlega ánægður með að Foden sé kominn aftur við fulla heilsu. Hann er tilbúinn til að spila 90 mínútur."


Það má því búast við að Foden verði í byrjunarliðinu gegn Arsenal á meðan De Bruyne gæti byrjað á varamannabekknum.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 11 8 2 1 20 5 +15 26
2 Man City 11 7 1 3 23 8 +15 22
3 Chelsea 11 6 2 3 21 11 +10 20
4 Sunderland 11 5 4 2 14 10 +4 19
5 Tottenham 11 5 3 3 19 10 +9 18
6 Aston Villa 11 5 3 3 13 10 +3 18
7 Man Utd 11 5 3 3 19 18 +1 18
8 Liverpool 11 6 0 5 18 17 +1 18
9 Bournemouth 11 5 3 3 17 18 -1 18
10 Crystal Palace 11 4 5 2 14 9 +5 17
11 Brighton 11 4 4 3 17 15 +2 16
12 Brentford 11 5 1 5 17 17 0 16
13 Everton 11 4 3 4 12 13 -1 15
14 Newcastle 11 3 3 5 11 14 -3 12
15 Fulham 11 3 2 6 12 16 -4 11
16 Leeds 11 3 2 6 10 20 -10 11
17 Burnley 11 3 1 7 14 22 -8 10
18 West Ham 11 3 1 7 13 23 -10 10
19 Nott. Forest 11 2 3 6 10 20 -10 9
20 Wolves 11 0 2 9 7 25 -18 2
Athugasemdir
banner
banner