Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 20. október 2020 19:01
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Holland: Kristófer Ingi skoraði í jafntefli
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Kristófer Ingi Kristinsson skoraði fyrir Jong PSV, varalið PSV Eindhoven, í hollensku B-deildinni í kvöld. Liðið mætti NEC Nijmegen á heimavelli.

Kristófer Ingi kom PSV yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 1-0 í hálfleik.

Staðan var 1-0 alveg fram á 86. mínútu en þá jöfnuðu gestirnir. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1.

Jong PSV er í 12. sæti hollensku B-deildarinnar með tíu stig eftir átta leiki.

Kristófer Ingi, sem er 21 árs gamall, er í láni hjá PSV frá Grenoble Foot í Frakklandi. Hann er búinn að skora tvö mörk í átta leikjum fyrir PSV til þessa.

Athugasemdir
banner