Kristófer Ingi Kristinsson skoraði fyrir Jong PSV, varalið PSV Eindhoven, í hollensku B-deildinni í kvöld. Liðið mætti NEC Nijmegen á heimavelli.
Kristófer Ingi kom PSV yfir undir lok fyrri hálfleiks og var staðan 1-0 í hálfleik.
Staðan var 1-0 alveg fram á 86. mínútu en þá jöfnuðu gestirnir. Fleiri urðu mörkin ekki og lokatölur 1-1.
Jong PSV er í 12. sæti hollensku B-deildarinnar með tíu stig eftir átta leiki.
Kristófer Ingi, sem er 21 árs gamall, er í láni hjá PSV frá Grenoble Foot í Frakklandi. Hann er búinn að skora tvö mörk í átta leikjum fyrir PSV til þessa.
Athugasemdir