Arsenal á góða möguleika á að fá Rodrygo - Atletico leggur allt kapp á að fá Romero - West Ham hafnaði tilboði í Kudus
   þri 20. október 2020 19:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Sachem Wilson kemur aftur til KF næsta sumar (Staðfest)
Mynd: KF
KF og Theodore “Sachem” Develan Wilson lll hafa náð saman um að leikmaðurinn muni koma aftur til félagsins næsta sumar.

Sachem er Bandaríkjamaður sem kom til KF í maí síðastliðnum. Sachem er 25 ára gamall en hann spilaði með Carrick Rangers í efstu deild í Norður-Írlandi áður en hann gekk í raðir KF.

KF sendi í kvöld frá sér tilkynningu þar sem fram kemur að Sachem muni ekki spila með í síðustu leikjum tímabilsins, ef þeir fara fram.

„Ekki nóg með að við fáum fleiri leiki 2020 þá ákvað okkar eini sanni Theodore “Sachem” Develan Wilson lll að mæta aftur næsta tímabil og taka með okkur slaginn í 2. deild 2021. Sachem spilaði 19 leiki og skoraði níu mörk. Mikil fagnaðarefni að halda Sachem," segir í tilkynningu KF.

„Sachem er á leiðinni heim til Bandaríkjanna á næstu dögum og mun því ekki taka þátt í lokaleikjunum. Svo er einnig nóg að gera á skrifstofunni hjá okkur og munu fréttir af því koma fljótlega."

KF hefur komið mjög á óvart í 2. deild í sumar og er sem stendur í sjötta sæti með 26 stig eftir 20 leiki.
Athugasemdir
banner
banner
banner