Zidane hefur augastað á Man Utd - Guimaraes áfram hjá Newcastle - Bayern hefur ekki rætt við Rangnick
   fös 20. nóvember 2020 06:00
Victor Pálsson
Ter Stegen vongóður: Vona innilega að Messi verði áfram
Mynd: Getty Images
Marc-Andre ter Stegen, markvörður Barcelona, vonar að Lionel Messi sé ekki að kveðja félagið á næsta ári eins og talað er um.

Messi var nálægt því að yfirgefa herbúðir Barcelona í sumar en hann þoldi ekki forseta félagsins Jose Maria Bartomeu.

Bartomeu hefur hins vegar sagt starfi sínu lausu í Barcelona og verður nýr forset kosinn á næsta ári.

Möguleiki er því á að Messi verði áfram á Nou Camp en Manchester City er sagt ætla að reyna við hann í janúar.

„Það er alltaf liðsauki að vera með Messi í liðinu því hann getur skorað mörk hvar sem er og það gerir hann sérstakan," sagði Ter Stegen.

„Ég vona innilega að hann haldi áfram hér og sé ánægður. Þú verður að leyfa honum að vera yfir ákveðna hluti því hann er svo mikilvægur okkar leikstíl."

Athugasemdir
banner
banner