Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. nóvember 2022 17:40
Ívan Guðjón Baldursson
England: Dagný í sigurliði gegn Leicester
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images

Dagný Brynjarsdóttir bar fyrirliðaband West Ham sem tók á móti Leicester í efstu deild enska boltans í dag.


Leicester er stigalaust botnlið Ofurdeildarinnar en átti góðan leik í dag. Leicester stjórnaði ferðinni nánast allan leikinn en tókst ekki að skora.

Þess í stað skoraði hin 21 árs Isibeal Atkinson eina mark leiksins á 88. mínútu. Hún stal sigrinum fyrir West Ham eftir að hafa komið inn af bekknum 25 mínútum fyrr.

Hamrarnir eru um miðja deild, með 12 stig eftir 8 umferðir. Leicester er áfram stigalaust, með aðeins tvö mörk skoruð.

West Ham 1 - 0 Leicester
1-0 Isibeal Atkinson ('88)

Chelsea rúllaði þá yfir Tottenham í Lundúnaslag og er á toppi úrvalsdeildarinnar með 21 stig eftir 8 umferðir, á meðan Tottenham situr eftir með 9 stig.

Brighton og Liverpool gerðu 3-3 jafntefli í fallbaráttunni þar sem gestirnir frá Liverpool voru 3-1 undir í leikhlé en komu til baka í síðari hálfleik.

Að lokum hafði Aston Villa betur gegn Reading og er með 12 stig eftir 7 umferðir, þremur stigum eftir Manchester City sem er í fjórða sæti.

Chelsea 3 - 0 Tottenham

Brighton 3 - 3 Liverpool

Aston Villa 3 - 1 Reading


Athugasemdir
banner
banner