Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   sun 20. nóvember 2022 10:26
Brynjar Ingi Erluson
Guardiola vill fá Messi til Man City - Ronaldo til Chelsea?
Powerade
Pep Guardiola vill fá Lionel Messi til Man City
Pep Guardiola vill fá Lionel Messi til Man City
Mynd: EPA
Cristiano Ronaldo til Chelsea?
Cristiano Ronaldo til Chelsea?
Mynd: EPA
Gareth Southgate fær 3 milljónir punda fyrir að vinna HM
Gareth Southgate fær 3 milljónir punda fyrir að vinna HM
Mynd: EPA
Þá er komið að slúðurpakkanum á þessum fína sunnudegi en Cristiano Ronaldo kemur fyrir í honum ásamt fleiri gómsætum molum.

Chelsea mun fylgjast með Jordan Pickford, markverði Everton, á HM í Katar, en Todd Boehly, eigandi Chelsea, er í leit að nýjum markverði. (Sun)

Argentínski táningurinn Alejandro Garnacho (18) mun vá veglega launahækkun hjá Manchester United. Hann mun þéna 50 þúsund pund á viku. (Star)

Chelsea er tilbúið að bjóða Cristiano Ronaldo (37) samning ef Manchester United ákveður að rifta við hann. (Sunday Mirror)

Manchester United skellir ekki skuldinni á Jorge Mendes, umboðsmann Cristiano Ronaldo, fyrir ummæli hans um félagið og vonast til að hann aðstoði liðið í að komast að samkomulagi um að rifta samningnum í bróðerni frekar en að reka hann. (Mail)

Billy Gilmour, miðjumaður Brighton og skoska landsliðsins, er opinn fyrir því að fara á lán utan Englands eftir erfiða byrjun hjá Brighton. (Sun)

Chelsea er að íhuga að leggja fram tilboð í Leon Bailey (25), leikmann Aston Villa , en hann er góðvinur Raheem Sterling og vonast félagið til þess að það get hjálpað til í viðræðunum. (Mail)

Leikmenn enska landsliðsins gætu fengið 500 þúsund pund í bónusgreiðslur ef liðið vinnur HM í næsta mánuði en Gareth Southgate, þjálfari liðsins, myndi fá 3 milljónir punda ofan á árslaunin, en hann þénar 6 milljónir punda á ári. (Mail)

Lionel Messi (35), leikmaður Paris Saint-Germain, gæti gengið í raðir Manchester City ef hann vinnur ekki HM með Argentínu í næsta mánuði. (El Nacional)

Jürgen Klopp, stjóri Liverpool, hefur opinberað það að hann yfirgaf Borussia Dortmund fyrr en áætlað var. Það var gert svo hann gæti hjálpað þýska félaginu að landa Thomas Tuchel. (Sunday Mirror)

Bernardo Silva, leikmaður Manchester City og portúgalska landsliðsins, hefur ítrekað það að viðtal Cristiano Ronaldo við Piers Morgan hafi ekki truflað undirbúning landsliðsins fyrir HM. (Guardian)

Mauricio Pochettino, fyrrum þjálfari Paris Saint-Germain, segir að Kylian Mbappe (23), framherji liðsins, hafi viljað yfirgefa PSG síðasta sumar til þess að ganga í raðir Real Madrid. (Sunday Mirror)

Liverpool er líklegt til að hafa betur gegn Real Madrid í baráttunni um Jude Bellingham (19), miðjumann Borussia Dortmund, en spænskir miðlar segja að Madrídingar séu með ákveðna upphæð í huga og ætla sér ekki að eyða umfram. (Liverpool Echo)

Juventus er að ganga frá kaupum á Moise Kean (22), framherja Everton, en hann er á láni hjá ítalska félaginu. (Fabrizio Romano)

Mateusz Klich (33), leikmaður Leeds og pólska landsliðsins, er ósáttur hjá enska félaginu og mun leita sér að öðru félagi í janúar. (Give Me Sport)
Athugasemdir
banner
banner