Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. janúar 2021 08:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Hin hliðin - Bjarki Þór Viðarsson (Þór)
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Alexander Ívan Bjarnason
Alexander Ívan Bjarnason
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Fannar Daði Gíslason Malmquist
Fannar Daði Gíslason Malmquist
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Jóhann Helgi Hannesson og Ármann Pétur Ævarsson
Jóhann Helgi Hannesson og Ármann Pétur Ævarsson
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson
Patrick Pedersen
Patrick Pedersen
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bjarki Þór Viðarsson er Akureyringur sem uppalin er hjá KA en söðlaði um fyrir tímabilið 2018 og ákvað að leika með Þór þar sem hann er enn í dag.

Hann skoraði tvö mörk í tuttugu leikjum með Þór á síðasta tímabili, bæði í sama leiknum. Á sínum tíma lék Bjarki þrettán landsleiki fyrir yngri landslið Íslands. Í dag sýnir hann á sér hina hliðina.

Sjá einnig:
Bestur í 2. umferð: Myndi segja að ég væri nokkuð harður Þórsari (1. júlí '20)

Fullt nafn: Bjarki Þór Viðarsson

Gælunafn: Beefy

Aldur: 1997(23ára)

Hjúskaparstaða: er á lausu

Hvenær lékstu þinn fyrsta leik með meistaraflokki: Ekki með þetta 100% á hreinu en held ég var að verða 17 ára, 1. deild (2014)

Uppáhalds drykkur: Alveg klárlega Burn, fæ mér hann á hverjum degi

Uppáhalds matsölustaður: Maður verður að velja eitthvað sem er á Akureyri, Ég fer mest á serrano ætli ég velji hann ekki bara

Hvernig bíl áttu: Ég á chevrolet capativa

Uppáhalds sjónvarpsþáttur: Held að Vikings sé eitthvað besta sem ég hef séð

Uppáhalds tónlistarmaður: Ég þarf að hafa gott tempó í lögunum sem ég hlusta á. Ætli ég velji ekki hljómsveitina Iron Maiden

Uppáhalds hlaðvarp: Dr football tekur þetta

Fyndnasti Íslendingurinn: Auðunn Blöndal

Hvað viltu í bragðarefinn þinn: dæm, jarðaber,gúmí

Hvernig hljómar síðasta sms sem þú fékkst: ”Fer í málið”

Hvaða liði myndir þú aldrei spila með: Held að þeir séu ekkert að pæla í mér en ég færi aldrei í Liverpool

Besti leikmaður sem þú hefur mætt: Fannar Mall þegar hann var í Dalvík, svo kom hann í Þór og gat ekkert

Besti þjálfarinn sem hefur þjálfað þig: Orri Hjaltalín

Mest óþolandi leikmaður sem þú hefur mætt: Þetta er einfalt, þegar maður var að spila með KA og þurfa mæta Jóhann Helga Hannessyni og Ármánni Pétri Ævarssyni var það leiðinlegasta sem kom fyrir mann

Sætasti sigurinn: Geri ekki á milli sigra, ég virði þá alla jafn mikið

Mestu vonbrigðin: Að Þór sé ekki í pepsi max

Uppáhalds lið í enska: Man utd

Ef þú fengir að velja einn leikmann úr öðru íslensku liði í þitt lið: Patrick Pedersen kann að skora mörk

Efnilegasti knattspyrnumaður/kona landsins: Maður: Tómas Arnarson. Kona: Maria catharina

Fallegasti knattspyrnumaðurinn á Íslandi: Alexander Ívan Bjarnason

Fallegasta knattspyrnukonan á Íslandi: Þór/Ka stelpunar eru mjög fallegar. Vel þær allar

Besti knattspyrnumaðurinn frá upphafi: Cristiano Ronaldo

Hver er mesti höstlerinn í liðinu: Sigurður Marinó Kristjánsson

Uppáhalds staður á Íslandi: Akureyri

Segðu okkur frá skemmtilegu atviki sem gerst hefur í leik: Skoraði 2 mörk í einum leik, mun aldrei gerast aftur

Ertu með einhverja hjátrú tengda fótbolta: nei

Fyrir utan knattspyrnu, fylgist þú með öðrum íþróttum: Handbolta, körfu, pílu, NFL

Í hvernig fótboltaskóm spilar þú: Adidas X

Í hverju varstu/ertu lélegastur í skóla: Mis lélegur í öllu

Vandræðalegasta augnablik:

Hvaða þrjá leikmenn tækir þú með þér á eyðieyju: Jakob Snær, Alexander Ívan og Halldór Mar, myndum skemmta okkur mikið

Sturluð staðreynd um sjálfan þig: ekkert rosalega merkilegt en ég borða ekki grænmeti

Hvaða samherji hefur komið þér mest á óvart eftir að þú kynntist honum og af hverju: Jóhann Helgi, þoldi hann ekki í mörg ár en núna er hann fínn

Hverju laugstu síðast: Hef það ekki í mér að ljúga, það er seinasta lygin

Hvað er leiðinlegast að gera á æfingum: Að tapa fyrir ungum í spili, þótt það gerist eiginlega aldrei

Ef þú fengir eina spurningu til að spyrja hvern sem er: Hver yrði spurningin og hvern myndiru spyrja:
Athugasemdir
banner
banner
banner