Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fim 21. janúar 2021 10:00
Magnús Már Einarsson
Segja kraftaverk ef Zidane verður ekki rekinn
Mynd: Getty Images
Real Madrid fær fyrir ferðina í spænskum fjölmiðlum í dag eftir 2-1 tap gegn C-deildarliði Alcoyano í spænska konungsbikarnum í gær.

Alcoyano skoraði sigurmarkið í framlengingu, þrátt fyrir að vera einum manni færri.

Real Madrid er nú þegar fjórum stigum á eftir toppliði Atletico Madrid í spænsku úrvalsdeildinni og pressan á Zinedine Zidane, þjálfara liðsins, er mikil eftir tapið í gær. Zidane gæti misst starfið á næstunni.

„Ef honum verður bjargað eftir þetta þá er það kraftaverk," sagði spænska íþróttablaðið Marca.

„Þetta er eitt af því vandræðalegasta í sögu Madrid. Ljúkum 2021 núna. Þetta er martröð," sagði Tomas Roncero hjá íþróttablaðinu AS.

Zidane varð spænskur meistari með Real Madrid á síðasta tímabili og hann virðist ekki sjálfur stressaður á því að missa starfið. Real Madrid átti 26 skot á markið í gær gegn fimm skotum hjá Alcoyano.

„Leikmenn skildu allt eftir á vellinum. Við fengum færi og þegar þú nýtir þau ekki þá getur svona gerst," sagði Zidane eftir leik.

„Ég tek ábyrgðina á mig en við munum halda áfram að leggja hart að okkur. Við munum ekki brjálast. Ég held að leikmennirnir séu með mér í liði en þið verðið að spyrja þá. Við höfum gert góða hluti á tímabilinu."
Athugasemdir
banner
banner
banner