Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fim 21. mars 2024 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Skrítið að mæta FH - Var ekki boðinn samningur í Kaplakrika
Gylfi Þór Sigurðsson.
Gylfi Þór Sigurðsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi valdi að ganga í raðir Vals.
Gylfi valdi að ganga í raðir Vals.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Gylfi Þór Sigurðsson gerði í síðustu viku tveggja ára samning við Val og mun hann spila með liðinu í Bestu deildinni í sumar. Þetta eru risastórar fréttir fyrir fótboltann á Íslandi og verður gaman að fylgjast með Gylfa í deildinni hér heima í sumar.

Áður en hann samdi við Val þá reyndu önnur félög á Íslandi að klófesta hann. Víkingur gerði heiðarlega tilraun og þá hafði KR líka áhuga.

En Valur var búið að leggja mest allra félaga í að fá Gylfa og það tókst hjá Hlíðarendafélaginu.

Uppeldisfélag Gylfa, FH, fór ekki í viðræður við hann og Breiðablik, sem hann spilaði líka með í yngri flokkum, gerði það ekki heldur. Stuðningsmenn FH eru einhverjir svekktir að hafa misst af Gylfa.

„Þetta er náttúrulega risastórt fyrir deildina en ég er auðvitað hundfúll að hann komi ekki í FH. Gylfi er uppalinn í FH og hefur oft talað um í viðtölum að hann vilji enda ferilinn þar. En FH er ekki að fara að borga Gylfa þau laun sem hann fer fram á. Þetta er kannski skiljanlega hvað það varðar og við höldum bara áfram að byggja upp okkar lið á okkar góðu gildum. Við vonum það besta," sagði Orri Freyr Rúnarsson, stuðningsmaður FH, í hlaðvarpinu Enski boltinn á dögunum.

Vilhjálmur Freyr Hallsson, sem stjórnar hlaðvarpinu Steve Dagskrá, lýsti einnig yfir svekkelsi með skref Gylfa á dögunum. Vilhjálmur er stuðningsmaður FH.

„Ef Gylfi er að koma heim, einn besti fótboltamaður okkar í sögunni, þá finnst mér ömurlegt að hann fari í Val. Þú ert kominn heim, gerðu þetta af viti, farðu á miðjuna hjá FH og tæklaðu og djöflastu," sagði Vilhjálmur.

Skrítið en verður örugglega hörkuleikur
Gylfi sagði það við Morgunblaðið í gær að FH hefði aldrei boðið sér samning. „Ég bjóst ekki við því að spila með öðru fé­lagi en FH á Íslandi en það ger­ast stund­um óvænt­ir hlut­ir í þessu lífi," sagði Gylfi.

Hann sagði svo við Fótbolta.net að hjartað hefði sagt sér að fara í Val en hann viðurkenndi jafnframt að það væri skrítin tilhugsun að mæta FH í sumar.

„Það verður örugglega skemmtilegt, skrítið en verður örugglega hörkuleikur," sagði Gylfi en Valur og FH mætast á Hlíðarenda þann 25. maí næstkomandi en það er leikur sem fólk þarf klárlega að merkja inn í dagatalið hjá sér.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner