Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 21. maí 2019 16:30
Elvar Geir Magnússon
Vill þjálfarinn að sitt lið tapi?
Henk de Jong, stjóri De Graafschap í Hollandi, er í mjög sérstakri stöðu. De Graafschap fellur niður í B-deildina ef liðið tapar gegn Cambuur í komandi umspilsleik.

Það sem er áhugaverðast er að De Jong er búinn að gera samkomulag um að taka við Cambuur eftir tímabilið. Eðlilega kemur því spurningin: Vill hann tapa komandi leik til að vera í Eredivisie, efstu deild, á næsta tímabili?

Sjálfur segist De Jong vera algjörlega einbeittur á núverandi starf.

„Ég er íþróttamaður og vil ekki falla. Ég er þjálfari De Graafschap og hef ekki rætt neitt við leikmenn Cambuur enn," segir De Jong.

Fyrri umspilsleikurinn er að baki en hann endaði með 1-1 jafntefli. Seinni viðureignin verður á morgun.
Athugasemdir
banner