Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   lau 21. maí 2022 13:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Margir á förum frá Barcelona - Viðræður við Lewandowski hafnar
Mynd: EPA

Það er ljóst fyrir lokaleikinn gegn Villarreal á morgun að Barcelona muni enda í 2. sæti spænsku deildarinnar og spila í Meistaradeildinni á næstu leiktíð.


Liðinu gekk illa undir stjórn Ronald Koeman og endaði í 3. sæti Meitaradeildar riðilsins og var í 9. sæti deildarinnar þegar Xavi tók við í nóvember.

Það má búast við miklum breytingum á hópnum í sumar. Xavi hefur staðfest að hann hafi rætt við Riqui Puig, Umtiti, Mingueza og Braithwaite og tjáð þeim að þeir væru ekki í framtíðarplönunum.

Þá gæti Ousmane Dembele spilað sinn síðasta leik fyrir félagið á morgun en Xavi vonast til að halda honum sem og Frenkie De Jong sem er orðaður við Manchester United.

Robert Lewandowski framherji Bayern Munchen er eftirsóttur en það telst ansi líklegt að hann fari til Barcelona.

„Það eru viðræður, hann á eitt ár eftir af samningnum, þetta verður ekki auðvelt," sagði Xavi um Lewandowski.


Athugasemdir
banner
banner