Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 21. maí 2022 14:45
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Myndband: Húsvíkingar rændir í gær? - Stuðningsmenn brjálaðir
Ólafur í leik með Völsungi árið 2019
Ólafur í leik með Völsungi árið 2019
Mynd: Fótbolti.net - Sævar Geir Sigurjónsson

KFA og Völsungur áttust við í þriðju umferð 2. deildarinnar í FJarðabyggðarhöllinni í gær.


Leiknum lauk með 1-1 jafntefli en leikmenn Völsungs vildu fá vítaspyrnu í uppbótartíma þegar Danny El-Hage markvörður KFA virtist taka Ólaf Jóhann Steingrímsson niður í teignum.

Græni herinn, stuðningsmannasveit Völsungs var ekki sátt með ákvörðun dómarans að dæma ekkert.

„Óli í dauðafæri fyrir opnu sigurmarki ef ekki er brotið á honum en algjörlega huglaus dómari leiksins gerir bara ekki neitt. Fáránlegt og undirritaður er brjálaður!" Segir í færslu Græna hersins á Facebook.

Hallgrímur Mar Steingrímsson, leikmaður KA er uppalinn í Völsungi og er bróðir Ólafs. Hann deildi myndbandi af atvikinu á Twitter síðu sína í dag. Atvikið má sjá hér að neðan.


Athugasemdir
banner
banner
banner