Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   lau 21. maí 2022 16:38
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Segir að samningur Mbappe sé móðgun fyrir fótboltann
Mynd: EPA

Það komu fréttir af því fyrr í dag að Kylian Mbappe sé búinn að skrifa undir nýjan samning við PSG og neitaði því tilboði Real Madrid.


Javier Tebas forseti LaLiga, efstu deildarinnar á Spáni er afar óhress með þessar frétt.

„Það sem PSG er að gera með því að endurnýja samninginn hjá Mbappe með risa upphæð eftir að hafa skilað 700 milljón evra tapi síðustu ár og borga 600 milljónir evra í laun er móðgun við fótboltann," skrifaði Tebas á Twitter.

Öll stærstu lið Evrópu ætluðu að sameinast í eina deild og kalla það Ofurdeildina eða Super League. Það var mjög umdeilt en Tebas lýkir forseta PSG við Ofurdeildina.

„Al-Khelafi er jafn hættulegur og Ofurdeildin."


Athugasemdir
banner
banner
banner