Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. júlí 2021 10:20
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Bellerín vill fara og neitar að framlengja samninginn
Mynd: EPA
Hector Bellerín, hægri bakvörður Arsenal, vill ekki framlengja samning sinn við félagið og hefur óskað eftir því að fá að fara.

Ítalíumeistarar Inter vilja fá Bellerín en eru ekki tilbúnir að greiða fimmtán milljónir punda fyrir Bellerín og vilja frekar fá hann á láni.

Ítalskir miðlar greina frá þessu og segja Bellerín óánægðan með stöðuna.

Bellerín er sagður hafa náð að semja um kaup og kjör hjá Inter en viðræður milli félaganna ganga hægt.

Arsenal vill að Bellerín framlengi því ef hann fer á láni þá á hann einungis eitt ár eftir af samningi næsta sumar og félagið getur ekki fengið eins mikið fyrir hann þá.

Bellerín kom við sögu í 25 deildarleikjum með Arsenal á síðustu leiktíð.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner