Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   mið 21. júlí 2021 10:00
Ívan Guðjón Baldursson
Kluivert ekki í áformum Mourinho - Lánaður til Nice (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Hollenski kantmaðurinn Justin Kluivert er meðal þeirra leikmanna Roma sem eru ekki í áformum Jose Mourinho, nýráðins þjálfara liðsins. Hann hefur verið lánaður til franska félagsins Nice.

Auk þess að greiða laun Kluivert borgar Nice 1 milljón evra fyrir að fá leikmanninn að láni. Franska félagið getur svo fest kaup á kantmanninum knáa fyrir 10 til 14 milljónir í viðbót.

Kluivert er 22 ára gamall og kostaði Rómverja rúmar 17 milljónir evra þegar hann kom frá Ajax sumarið 2018. Hann er samningsbundinn félaginu til 2023.

Hann skoraði 9 mörk í 68 leikjum hjá Roma og var lánaður til RB Leipzig í fyrra þar sem ekki gekk betur. Kluivert var mikilvægur hlekkur í U21 landsliði Hollands en á aðeins tvo leiki að baki fyrir A-landsliðið.

Auk Kluivert vill Mourinho senda Ante Coric, Robin Olsen, Davide Santon, Javier Pastore, Steven Nzonzi, Federico Fazio og Pedro burt frá höfuðborginni.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner