Jesus gæti farið frá Arsenal - Möguleg stjóraskipti hjá Man Utd og Bayern - Dortmund vill halda Sancho
banner
   mán 21. september 2020 07:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
„Thiago grét í fangi mínu í fimm mínútur"
Thiago er gríðarlega ánægður með að vera kominn í Liverpool eins og sést á þessari mynd.
Thiago er gríðarlega ánægður með að vera kominn í Liverpool eins og sést á þessari mynd.
Mynd: Getty Images
Karl-Heinz Rummenigge, framkvæmdastjóri Bayern München, segist hafa haldið utan um Thiago Alcantara í fimm mínútur á meðan spænski miðjumaðurinn grét eftir að félagið samþykkti tilboð frá Liverpool í hann.

Sagan um Thiago til Liverpool hefur verið í gangi í allt sumar en í síðustu viku fór það loksins yfir línuna.

Þessi 29 ára gamli leikmaður hefur verið afar sigursæll með Bayern München en hann ákvað að kveðja félagið í sumar og leita að nýrri áskorun áður en ferlinum lýkur. Hann valdi Liverpool og hann var mjög ángæður með það að sögn Rummenigge.

„Á fimmtudag voru skiptin til Liverpool samþykkt. Þegar ég mætti á svæðið um tíu mínútum síðar þá stóð hann í stæðinu mínú á bílastæðinu," sagði Rummenigge við Sky Sports.

„Ég hugsaði með mér hvað hann væri að gera þarna. Hann kom til mín og grét í fanginu á mér í fimm mínútur. Hann grét og sagði: 'Takk fyrir að leyfa þetta'."

„Hann er frábær manneskja og var alltaf leikmaður í hæsta klassa fyrir Bayern."

Thiago lék sinn fyrsta leik fyrir Liverpool í gær þegar liðið spilaði við Chelsea og vann 2-0. Hann átti mjög góðan leik.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner