Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 21. september 2021 09:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Furða sig á Rúnari - „Spilaðu einhverjum útúr stöðu frekar"
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var ljóst í gær eftir sigur HK á Stjörnunni í gær að Fylkir spilar í næst efstu deild á næstu leiktíð.

Það hefur allt gengið á afturfótunum hjá Fylki á þessari leiktíð en liðið hefur ekki unnið leik í síðustu níu tilraunum og aðeins skorað eitt mark.

Elvar Geir Magnússon og Sverrir Mar Smárason ræddu Fylkisliðið í Innkastinu og þar furðuðu þeir sig á því að Jordan Brown hafi byrjað leikinn gegn ÍA í síðustu umferð sem liðið tapaði með fimm mörkum gegn engu.

Brown hefur leikið 16 leiki í deild og bikar fyrir Fylki í ár og ekki enn tekist að skora. Rúnar Páll Sigmundsson þjálfari liðsins heldur samt áfram að velja hann í liðið.

„Jordan Brown er bara í byrjunarliðinu í 21. umferð eftir að hafa ekki gert neitt," sagði Elvar Geir.

„Hvernig gerist það, er hann kóngurinn á æfingu eða? Hann getur ekkert. Spilaðu einhverjum öðrum útúr stöðu frekar, sagði Sverrir Mar.
Innkastið - Lokasprettur sem er bannaður börnum
Athugasemdir
banner
banner
banner