Arsenal og Man Utd vilja Adeyemi - Stórveldi á eftir miðjumanni AZ - PSG vill Vinícius á frjálsri sölu 2027 - Newcastle skoðar Trafford
   þri 21. september 2021 17:12
Elvar Geir Magnússon
Juventus að fara í sex stiga fallbaráttuslag
Juventus hefur 36 sinnum orðið ítalskur meistari.
Juventus hefur 36 sinnum orðið ítalskur meistari.
Mynd: EPA
Massimiliano Allegri, stjóri Juventus, segir að leikurinn gegn Spezia á morgun sé „sex stiga fallbaráttuleikur". Juventus vonast til að vinna sinn fyrsta sigur á tímabilinu.

Juve er sem stendur í þriðja neðsta sæti með tvö stig en liðið hefur ekki náð að vinna í fyrstu fjórum leikjum sínum. Þetta er í fjórða sinn í sögunni sem það gerist.

Spezia er í 13. sæti, tveimur stigum á undan ítalska stórveldinu.

„Þegar horft er á töfluna núna þá er Spezia - Juventus sex stiga fallbaráttuslagur. Við þurfum að horfa raunhæft á þetta, við getum ekki rætt um markmið okkar eins og staðan er," segir Allegri.

Allegri tók aftur við stjórnartaumunum hjá Juventus á þessu tímabili en hann vann fimm deildarmeistaratitla í röð með félaginu milli 2015 og 2019.

„Það er enginn tilgangur í því að ræða um fortíðina. Þetta er öðruvísi Juventus lið."

Allegri var mjög pirraður þegar hann rauk inn í klefa eftir 1-1 jafntefli við hans fyrrum félag, AC Milan, á sunnudag. Allegri segir að þetta hafi ekki verið í fyrsta sinn.

„Það hefur oft komið fyrir að ég er reiður eftir leiki, ég er manneskja," segir Allegri.
Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Inter 11 8 0 3 26 12 +14 24
2 Roma 11 8 0 3 12 5 +7 24
3 Milan 11 6 4 1 17 9 +8 22
4 Napoli 11 7 1 3 16 10 +6 22
5 Bologna 11 6 3 2 18 8 +10 21
6 Juventus 11 5 4 2 14 10 +4 19
7 Como 11 4 6 1 12 6 +6 18
8 Sassuolo 11 5 1 5 14 12 +2 16
9 Lazio 11 4 3 4 13 9 +4 15
10 Udinese 11 4 3 4 12 17 -5 15
11 Cremonese 11 3 5 3 12 13 -1 14
12 Torino 11 3 5 3 10 16 -6 14
13 Atalanta 11 2 7 2 13 11 +2 13
14 Cagliari 11 2 4 5 9 14 -5 10
15 Lecce 11 2 4 5 8 14 -6 10
16 Pisa 11 1 6 4 8 14 -6 9
17 Parma 11 1 5 5 7 14 -7 8
18 Genoa 11 1 4 6 8 16 -8 7
19 Verona 11 0 6 5 6 16 -10 6
20 Fiorentina 11 0 5 6 9 18 -9 5
Athugasemdir
banner