Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
banner
   mið 21. september 2022 11:30
Elvar Geir Magnússon
Fyrsti leikur íslenskra dómara þar sem VAR er notað
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Vilhjálmur Alvar Þórarinsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Íslenskir dómarar munu starfa á leik Litháen og Færeyja í C-deild Þjóðadeildarinnar á morgun.

Dómari leiksins er Vilhjálmur Alvar Þórarinsson, aðstoðardómarar Gylfi Már Sigurðsson og Birkir Sigurðarson og Þorvaldur Árnason mun starfa á leiknum sem fjórði dómari.

Þetta er fyrsti leikur íslenskra dómara þar sem VAR myndbandsdómgæslukerfi er notað. Vilhjálmur, Gylfi og Birkir fóru í gegnum VAR þjálfunarkerfi UEFA árið 2019 sem veitir þeim réttindi til þess að starfa á leikjum þar sem VAR er notað. Auk þess starfaði Vilhjálmur við þróun VAR fyrir fyrirtækið OZ Sports.

VAR dómarar leiksins í Litháen koma frá Þýskalandi og heita Pascal Müller og Markus Sinn.

Fleiri íslenskir dómarar í erlendum verkefnum
Helgi Mikael Jónasson og aðstoðardómarinn Egill Guðvarður Guðlaugsson verða í dómarateymum í undankeppni EM 2023 hjá U-19 landsliðum karla. Þeir félagar dæma tvo leiki í riðli tvö sem spilaður verður í Albaníu.

Þeir Ívar Orri Kristjánsson og aðstoðardómarinn Oddur Helgi Guðmundsson verða einnig í dómarateymum í undankeppni EM 2023 hjá U-19 landsliðum karla. Þeir dæma í riðli sjö sem spilaður verður í Belgíu.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner