banner
   fim 21. október 2021 20:14
Elvar Geir Magnússon
Hoddle: Þeir sem fengu tækifærið þurfa að líta í spegil
Dele Alli í leiknum í kvöld.
Dele Alli í leiknum í kvöld.
Mynd: Getty Images
Nuno Espirito Santo, stjóri Tottenham, skildi nánast allt sitt byrjunarlið eftir heima þegar liðið tapaði 1-0 fyrir Vitesse Arnhem í Hollandi í Sambandsdeildinni í kvöld.

„Þetta var erfiður leikur gegn góðu liði," sagði Nuno eftir leik en það kom í bakið á honum að hvíla svona marga leikmenn. Tottenham er í þriðja sæti riðilsins þegar keppni er hálfnuð. Það er aðeins sigurlið riðilsins sem kemst beint í 16-liða úrslitin.

Þrátt fyrir að hafa hvílt svona marga var Tottenham með níu leikmenn sem eiga landsleiki, þar á meðal Dele Alli og Harry Winks. Frammistaða liðsins var líflaus slök og það átti aðeins eitt skot á rammann.

„Ég set spurningamerki við hugarfarið hjá þeim mönnum sem fengu tækifærið. Þeir voru alls ekki klárir í slaginn og þeir þurfa að horfa á sjálfan sig í spegli," sagði Glenn Hoddle, fyrrum landsliðsþjálfari Englands, sem var sérfræðingur BT Sport yfir leiknum.
Athugasemdir
banner
banner
banner