Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   fim 21. október 2021 21:13
Ívan Guðjón Baldursson
Sambandsdeildin: AZ hafði betur gegn CFR Cluj
Mynd: Getty Images
Mynd: Getty Images
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Albert Guðmundsson lék fyrstu 81 mínútu leiksins er AZ Alkmaar lagði CFR Cluj að velli í Sambandsdeildinni rétt í þessu.

Jesper Karlsson gerði eina mark leiksins á átjándu mínútu og leiddi AZ verðskuldað í leikhlé. Heimamenn í Cluj voru betri í síðari hálfleik en tókst ekki að koma knettinum í netið.

Rúnar Már Sigurjónsson var ónotaður varamaður hjá CFR Cluj.

Randers og Jablonec eru einnig í riðlinum og skildu jöfn, 2-2. AZ er á toppinum með sjö stig og er CFR Cluj á botninum með eitt.

D-riðill:
Cluj 0 - 1 AZ Alkmaar
0-1 Jesper Karlsson ('18 )

Jablonec 2 - 2 Randers FC
1-0 Tomas Cvancara ('35 )
1-1 Stephen Odey ('36 )
2-1 Tomas Cvancara ('53 )
2-2 Stephen Odey ('90 )

B-riðill:
Partizan 0 - 1 Gent
0-1 Sven Kums ('59 )

C-riðill:
CSKA Sofia 0 - 1 Zorya
0-1 Allahyar Sayyadmanesh ('65 )
Rautt spjald: Thibaut Vion, CSKA Sofia ('90)

F-riðill:
Slovan Bratislava 2 - 0 Lincoln Red Imps
1-0 Andre Green ('46 )
2-0 Ezekiel Henty ('84 )

H-riðill:
Basel 3 - 1 Omonia
1-0 Liam Millar ('19 )
1-1 Jordi Gomez ('27 )
2-1 Arthur ('41 )
3-1 Edon Zhegrova ('88 )
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner