Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fim 21. október 2021 16:22
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Var svolítið týnd í byrjun en líst vel á nýju stöðuna
Icelandair
Guðný í baráttunni við Lieke Martens.
Guðný í baráttunni við Lieke Martens.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Glódís að leiðbeina Guðnýju.
Glódís að leiðbeina Guðnýju.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Guðný Árnadóttir lék í stöðu hægri bakvarðar gegn Hollandi í síðasta leik landsliðsins. Það kom nokkuð á óvart þó að Þorsteinn Halldórsson, landsliðsþjálfari, hefði talað um Guðnýju sem kost í bakvarðarstöðuna.

Guðný er 21 árs og hefur oftast spilað sem miðvörður. Hún á að baki ellefu A-landsleiki var til viðtals á Teams í gær. Þar var hún spurð af fjölmiðlamönnum út í hægri bakvarðarstöðuna.

Gaman að spila í nýrri stöðu
Hvernig upplifiru þig í þeirri stöðu?

„Mér líst vel á þessa stöðu, ég er að spila hægra megin í þriggja manna vörn úti [hjá AC Milan] sem er blanda af hægri bakverði og miðverði. Það er gaman að fá að spila og gaman að prófa nýjar stöður."

Svolítið týnd í fyrri hálfleik
Guðný var sett í það hlutverk að gæta Lieke Martens sem er einn besti leikmaður heims. Hvernig fannst þér persónulega ganga á móti Hollandi?

„Mér fannst ég vera svolítið týnd í fyrri hálfleik, var ekki alveg rétt staðsett alltaf en svo fannst mér ég vinna mig inn í leikinn og leið betur þegar leið á leikinn. Það er kannski klassískt fyrir fyrsta leik í nýrri stöðu, í lokin leið mér vel og gaman á æfingum að vera í hægri bakverði."

Þarf að standa sig til að halda sætinu
Sérð þú fram á að vera áfram í hægri bakverðinum í næstu leikjum?

„Ég veit það ekki. Við erum að berjast um þá stöðu og þar sem ég er hugsuð sem hægri bakvörður þá vil ég gera mitt besta til að halda þeirri stöðu. Ég þarf að standa mig í leikjum og á æfingum til þess að gera það."

Gott að geta verið klár í meira en eina stöðu
Hvernig leist þér á hugmyndina þegar Steini ræddi við þig um að spila hægri bakvörð? Hvernig horfir það við þér ef hann horfir frekar á þig sem hægri bakvörð heldur en miðvörð í landsliðinu?

„Mér leist strax vel á það þannig séð, ég var ánægð að fá að spila. Mér finnst gott að geta leyst fleiri en eina stöðu, líka upp á framtíðina að gera. Við erum með góða leikmenn í mörgum stöðum og þá er alveg gott að geta verið klár í meira en eina stöðu."

Spennt fyrir því að sinna sóknarhlutverkinu
Finnst þér þú þurfa að gera mikið til að komast betur inn í sóknarhlutverkið í hægri bakvarðarstöðunni?

„Það er klárlega eitthvað sem ég þarf að bæta. Á móti Hollandi snerist það meira um að einbeita sér að varnarleik en ég er líka spennt fyrir því að spila sóknarleik og vonandi gera það ágætlega. Ég er meðvituð um að ég þarf að bæta mig í þeim þætti þar sem ég er ekki vön því hlutverki."
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner