Hjulmand helsta skotmark Man Utd - Fulham vill halda Marco Silva - Spænsku risarnir fylgjast með Guehi
banner
   þri 21. október 2025 23:39
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Alli Jói hættur með Völsung (Staðfest)
Lengjudeildin
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Völsungur tilkynnti rétt í þessu að Aðalsteinn Jóhann Friðriksson væri hættur með liðið og róar á önnur mið.

Aðalsteinn eða Alli eins og hann er yfirleitt kallaður, þjálfaði lengi hjá Völsungi. Hann var lengi vel þjálfari hjá yngri flokkum félagsins. Árið 2020 tók hann við kvennaliði félagsins, liðið var þá í 1. deild en hefur verið í 2. deild síðan. Í fjórum af þessum fimm á tímabilinum hefur liðið verið aðeins einu sæti frá því að komast upp afturr.

Hann tók við karlaliði félagsins fyrir tímabilið 2023. Hann kom liðinu upp í Lengjudeildina á sínu öðru tímabili og liðið hafnaði í 7. sæti í Lengjudeildinni síðasta sumar sem er besti árangur liðsins í fjölmörg ár.

„Völsungur vildi halda samstarfinu áfram en eins og áður segir ætlar Alli að róa á önnur mið. Það er sárt að kveðja eins mikinn félagsmann eins og Alli er en það kemur alltaf maður í manns stað. Alli skilur eftir sig gott bú af leikönnum og sáum við svo vel í sumar að framtíðin er björt hjá Völsungi. Þjálfaraleit er þegar hafin og munum við birta fréttir af því hér þegar að því kemur. Við óskum Alla velfarnaðar á nýjum slóðum og þökkum kærlega fyrir samstarfið í öll þessi ár. Áfram Völsungur," segir í tilkynningu frá félaginu.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net verður hann næsti þjálfari Þórs/KA í Bestu deild kvenna en Jóhann Kristinn Gunnarsson hætti þar eftir tímabilið og tók við Þrótti.


Athugasemdir