Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 17:52
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
FH og Breiðablik stóðu heiðursvörð á Kópavogsvelli
Blikar stóðu heiðursvörð fyrir Víkinga.
Blikar stóðu heiðursvörð fyrir Víkinga.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Á laugardag léku tvö Íslandsmeistaralið á Kópavogsvelli.

Víkingur er Íslandsmeistari í karlaflokki og mætti Íslandsmeisturum síðasta árs, Breiðabliks, á Kópavogsvelli.

Víkingur tryggði sér titilinn fyrir landsleikjahlé og var leikurinn á laugardagskvöld fyrsti leikurinn eftir að liðið vann titilinn.

Leikurinn var liður í næstsíðustu umferð Bestu deildar karla.

Fyrr um daginn tóku Íslandsmeistararnir í kvennaflokki, Breiðablik, á móti FH í lokaumferð Bestu deildar kvenna.

Þetta var annar leikurinn hjá Blikum eftir að titillinn var tryggður.

Hafliði Breiðfjörð var á báðum leikjunum og tók myndir af karlaliði Breiðabliks og kvennaliði FH standa heiðursvörð fyrir Íslandsmeisturunum.
Athugasemdir
banner