Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   mán 20. október 2025 11:46
Elvar Geir Magnússon
Hlutabréfin í Fabregas halda áfram að hækka
Cesc Fabregas.
Cesc Fabregas.
Mynd: EPA
Cesc Fabregas er einn mest spennandi stjóri heims í dag og hlutabréfin í honum hækkuðu enn frekar þegar Como vann 2-0 sigur gegn Juventus í ítölsku A-deildinni í gær.

Fabregas er 38 ára og mörg stór félög horfa til hans. Hann hefur haldið tryggð við verkefnið hjá Como enda eyddi félagið 100 milljónum punda í sumar.

Hann er með leikmenn algjörlega á sínu bandi og myndband sem birtist eftir sigurinn í gær vakti mikla athygli en þar ræðir hann við leikmenn sína eftir sigurinn gegn Juventus.

„Ég er svo stoltur af ykkur. Fyrir fólkið í stúkunni virðist þetta einfalt en það sem þið gerðuð var erfitt. Þakka ykkur fyrir. Höldum áfram," sagði Fabregas meðal annars en Como er í sjötta sæti, aðeins fjórum stigum frá toppnum.

Fabregas var frábær miðjumaður sem lék fyrir Chelsea, Arsenal og Barcelona og virðist einnig búa yfir mikill þjálfarafærni.


Stöðutaflan Ítalía Serie A - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Milan 7 5 1 1 11 4 +7 16
2 Inter 7 5 0 2 18 8 +10 15
3 Napoli 7 5 0 2 12 7 +5 15
4 Roma 7 5 0 2 7 3 +4 15
5 Bologna 7 4 1 2 11 5 +6 13
6 Como 7 3 3 1 9 5 +4 12
7 Juventus 7 3 3 1 9 7 +2 12
8 Atalanta 7 2 5 0 11 5 +6 11
9 Sassuolo 7 3 1 3 8 8 0 10
10 Cremonese 6 2 3 1 7 8 -1 9
11 Lazio 7 2 2 3 10 7 +3 8
12 Cagliari 7 2 2 3 6 8 -2 8
13 Udinese 6 2 2 2 6 9 -3 8
14 Torino 7 2 2 3 6 13 -7 8
15 Parma 7 1 3 3 3 7 -4 6
16 Lecce 7 1 3 3 5 10 -5 6
17 Verona 7 0 4 3 2 9 -7 4
18 Fiorentina 7 0 3 4 5 10 -5 3
19 Genoa 7 0 3 4 3 9 -6 3
20 Pisa 7 0 3 4 3 10 -7 3
Athugasemdir
banner