Dyche að taka við Forest - Chelsea vill Aghehowa - Njósnarar Barcelona sáu Greenwood fara á kostum
   þri 21. október 2025 06:00
Ívan Guðjón Baldursson
ÞÞÞ besti dómarinn í þriðja sinn á fjórum árum
Kvenaboltinn
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Þórður Þorsteinsson Þórðarson, fyrrum leikmaður ÍA, FH og HK með 96 leiki að baki í efstu deild, gerðist dómari eftir að hann lagði skóna á hilluna. Hann hefur síðan þá reynst einn allra besti dómari landsins í kvennaboltanum.

Þórður var kosinn sem besti dómari ársins 2025 eftir að hafa einnig skorað hæst í kosningum leikmanna árin 2022 og 2023. Hann hefur því verið valinn besti dómari Bestu deildar kvenna þrisvar sinnum á síðustu fjórum árum.

Þórður er fæddur 1995 og ætti því að eiga nóg eftir á tankinum kjósi hann að halda áfram að dæma næstu árin.

Þórður dæmir einnig í Bestu deild karla og dæmdi jafnteflisleik Fram gegn Stjörnunni í gær.
Athugasemdir
banner
banner