Chelsea í bílstjórasætinu um Rogers - Forest leitar að stjóra - Þriggja manna listi Real Madrid
   sun 19. október 2025 22:37
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Ítalía: Leao sá um Fiorentina - Milan á toppnum
Mynd: EPA
Albert Guðmundsson kom inn á 70 mínútu þegar Fiorentina heimsótti Milan í ítölsku deildinni í kvöld.

Robin Gosens kom Fiorentina yfir snemma í seinni hálfleik þegar hann kom boltanum yfir línuna af stuttu færi.

Rafael Leao jafnaði metin eftir rúmlega klukkutíma leik þegarhann skoraði með skoti fyrir utan teiginn. Hann tryggði liðinu síðan sigurinn með marki úr vítaspyrnu þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma.

Atalanta og Lazio gerðu markalaust jafntefli fyrr í dag. Milan er á toppnum með 16 stig, stigi á undan Inter, Napoli og Roma. Atalanta er í 8. sæti með 11 stig, Lazio íi 12. sæti með 8 stig og Fiorentina er í fallsæti, 18. sæti með 3 stig.

Milan 2 - 1 Fiorentina
0-1 Robin Gosens ('55 )
1-1 Rafael Leao ('63 )
2-1 Rafael Leao ('86 , víti)

Atalanta 0 - 0 Lazio
Athugasemdir
banner