Óskar Borgþórsson sýndi hversu fljótur hann er þegar hann skoraði jöfnunarmark Víkings gegn Breiðabliki á laugardag.
Víkingar unnu boltann eftir að Kristinn Jónsson reyndi fyrirgjöf af vinstri kanti Breiðabliks. Óskar komst fyrir boltann og fékk svo strax sendingu upp völlinn, Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, kláraði ekki návígið við Óskar sem skeiðaði upp völlinn og Kristinn gat ekki haldið í við hann. Óskar kom svo boltanum í netið með skoti meðfram jörðinni eins og sjá má hér að neðan.
Víkingar unnu boltann eftir að Kristinn Jónsson reyndi fyrirgjöf af vinstri kanti Breiðabliks. Óskar komst fyrir boltann og fékk svo strax sendingu upp völlinn, Viktor Karl Einarsson, leikmaður Breiðabliks, kláraði ekki návígið við Óskar sem skeiðaði upp völlinn og Kristinn gat ekki haldið í við hann. Óskar kom svo boltanum í netið með skoti meðfram jörðinni eins og sjá má hér að neðan.
Sölvi Geir Ottesen, þjálfari Víkings, var spurður út í Óskar í viðtali eftir leikinn.
„Við sáum hraðann og kraftinn sem hann hefur, það er ekkert grín, ég held að hann hafi hlaupið framhjá mönnum með boltann, þetta var virkilega skemmtilegt mark sem hann skorar. Þetta sýnir hversu kraftmikill hann er. Síðan hann kom til félagsins er hann búinn að vera virkilega flottur fyrir okkur og með sínu brosi og skapgerð lífgar hann alltaf upp á lífið í Víkinni. Við gætum ekki verið sáttari með hann," sagði Sölvi.
Óskar er 22 ára kantmaður sem kom frá norska félaginu Sogndal í sumarglugganum. Hann hefur skorað fjögur mörk í ellefu deildarleikjum með Víkingi.
Athugasemdir