Keflavík tilkynnti í gær að fyrrum leikmenn félagsins, þeir Einar Orri Einarsson og Guðjón Árni Antoníusson væru teknir við sem þjálfarar 2. flokks karla hjá félaginu. Þeir eru báðir á meðal leikjahæstu leikmanna í sögu félagsins.
Meistaraflokkur Keflavíkur verður í Bestu deildinni á næsta tímabili og það hefur verið uppsveifla í 2. flokki.
Úr tilkynningu Keflavíkur
Þessa kappa þarf vart að kynna fyrir Keflvíkingum enda báðir vinsælir fyrrum leikmenn Keflavíkur.
2. flokkur hefur á síðustu tveimur árum unnið sig frá C deild upp í A deild. Mikið er af góðum efnivið og spennandi leikmönnum í liðinu sem fróðlegt verður að fylgjast með í framtíðinni.
Meistaraflokkur Keflavíkur verður í Bestu deildinni á næsta tímabili og það hefur verið uppsveifla í 2. flokki.
Úr tilkynningu Keflavíkur
Þessa kappa þarf vart að kynna fyrir Keflvíkingum enda báðir vinsælir fyrrum leikmenn Keflavíkur.
2. flokkur hefur á síðustu tveimur árum unnið sig frá C deild upp í A deild. Mikið er af góðum efnivið og spennandi leikmönnum í liðinu sem fróðlegt verður að fylgjast með í framtíðinni.
Báðir eru þeir fyrrum leikmenn liðsins og voru í hópnum þegar Keflavík vann síðast bikarmeistaratitilinn, árið 2006.
Athugasemdir